Pikknikk í Klébergi
Íbúar Kjalarness kíktu í Pikknikk á bókasafninu í Klébergi og gæddu sér á Pierogi: “pólskum dumplings”. Gagnrýnar og skemmtilegar umræður sköpuðust um samband Kjalarness við Reykjavíkuborg - hvenær finnst þeim þau tilheyra borginni og hvenær er tekið tillit til hagsmuna þeirra í pólitík? Flest sækja grunnþjónustu í Mosfellsbæ, svo sem að fara á heilsugæslu, í verslun og annað sem er tilheyrir daglegu lífi.
Ekki er um marga samkomustaði á svæðinu og væri það kærkomið ef bókasafnið myndi styðja við hátíðir eða aðra viðburði sem fá íbúa til að koma saman. Skólabygging á svæðinu verður til dæmis 100 ára á næsta ári og væri til ágætis tilefni til að taka höndum saman.
Við þökkum kærlega fyrir samverustundina!
Meira um lautarferðirnar hér.
Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is