seljagarður

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 16:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Seljagarður býður í Lautarferð á bókasafninu

Laugardagur 3. febrúar 2024

Þér er boðið í lautarferð á bókasafnið! Hér er ekkert rok, enginn kuldi, ekkert kjaftæði, bara næs!

Fólkið frá Seljagarði - borgarbýli eru gestgjafar í þessari lautarferð og fagna 10 ára afmæli með því að bjóða í köku og kaffi.

Seljagarður borgarbýli 10 ára og Fræsafnið opnað:

- Kynning á Seljagarði sem er grenndargarður og gróðurhús við Jaðarsel í Seljahverfi
- Opnun á Fræsafninu í Gerðubergi - samstarfsverkefni á milli Seljagarðs og Borgarbókasafnsins Gerðubergi
- Kaffi og afmæliskaka

Öll velkomin!

Seljagarður var stofnaður árið 2014 af sjálfboðaliðum og hverfisbúum í Seljahverfi og Breiðholti. Undanfarin ár hefur verið mikil fjölgun ræktenda, en nú eru þeir um 60 talsins. Bæði er í boði að rækta inni í gróðurhúsi sem og utandyra. Mikið er lagt upp úr sameiginlegum rýmum, beðum þar sem ræktendur mega fá sér t.d. rabbarbara og piparmintu einnig er eldstæði og aðstaða fyrir Seljgarðsbúa til að grilla og njóta lífsins. Endilega kíkið við í Seljagarði, hafið samband ef þið eruð áhugasöm. www.seljagardur.is"

Öllum er velkomið að koma með eigið nesti og setjast á grasgræna svæðið. Gott er að kippa með sér teppi eða einhverju mjúku til að tylla sér á undir sólhlífunum.

Viðburður á Facebook 

Lautarferð á bókasafninu
Við hittumst reglulega í mismunandi hverfum borgarinnar og í hvert skipti er einn hópur í hlutverki gestgjafa. Þau bjóða upp á snarl og stinga upp á áhugaverðum umræðuefnum. Meira um lautarferðirnar HÉR.

 

Nánari upplýsingar veita:
Dögg Sigmarsdóttir    
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka     
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is      

Martyna Karolina Daniel    
Sérfræðingur | Fjölmenningarmál    
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is