Söguhringur kvenna

Heill heimur af sögum | A worldful of Stories

*English below

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N - Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og hefur verið starfandi síðan 2008. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi í skapandi umhverfi.

Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar. 

Dagskrá veturs/vors 2020 er styrkt af Félagsmálaráðuneytinu. Viðburðayfirlit safnsins er að finna hér

Hægt er að fylgjast með Söguhring kvenna á Facebook, við erum með síðu og hóp.

Starfið er hluti af innleiðingu stefnu menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar um fjölbreytta menningu í borginni 2017-2020 „Rætur og vængir”.

Nánari upplýsingar:

Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar, Borgarbókasafnið
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6122

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar, Borgarbókasafnið (Í leyfi til 1. febrúar 2020)

Shelagh Smith,
Fulltrúi W.O.M.E.N, Samtaka kvenna af erlendum uppruna

shelagh@womeniniceland.is

Kynningarmyndband/Introduction video

 

*English 

A Worldful of Stories

The Women’s Story Circle is a co-operation between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N. in Iceland. A forum where women exchange stories, experiences and cultural backgrounds and take part in creative activities. It is open to women who are interested in meeting other women, sharing stories and ideas and having a nice time in good and relaxed company. The Women’s Story Circle also gives women who want to practice the Icelandic language the perfect opportunity to express themselves in Icelandic and enhance their language skills.  

The winter/spring program 2020 is supported by The Ministry of Social Affairs. You can follow the activities on our event calendar. You're welcome to follow The Women's Story Circle on Facebook, we both have a group and a page

Contacts:

Dögg Sigmarsdóttir, Project manager at the Reykjavik City Library
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is | tel. 411 6122

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Project manager at the Reykjavik City Library (on leave until the 1st of February 2020)

Shelagh Smith,
Representing W.O.M.E.N. in Iceland.
Shelagh@womeniniceland.is