Söguhringur kvenna

Heill heimur af sögum

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og W.O.M.E.N - Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og hefur verið starfandi síðan 2008. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi í skapandi umhverfi.

Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar. 

Hægt er að fylgjast með Söguhring kvenna á Facebook, við erum með síðu og hóp.

 

Nánari upplýsingar

Martyna Karolina Daniel
Sérfræðingur – Fjölmenningarmál, Borgarbókasafnið
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is | s. 411 6109

Shelagh Smith
Fulltrúi W.O.M.E.N, Samtaka kvenna af erlendum uppruna
shelagh@womeniniceland.is

Kynningarmyndband