Kona skoðar Íslandskort Söguhringsins
Íslandskortið í Spönginni
Skýringarmyndir með Íslandskorti Söguhringins

Íslandskort Söguhringsins

Íslandskortið

Íslandskort Söguhrings kvenna hefur nú fengið aðsetur á Borgarbókasafninu í Spönginni. Kortið var málað árið 2013 af 35 konum frá 18 þjóðlöndum. Hver kona bjó til sitt persónulega tákn og úr varð nýtt og litríkt Íslandskort. Í Spönginni hanga einnig myndir sem sýna nokkur tákn af kortinu og höfundarnir útskýra hugmyndina að baki.

Við gerð málverksins notuðu konurnar aðferð frumbyggja Ástrala, sem felst í því að margir vinni í sameiningu að því að skapa listaverk.

Söguhringur kvenna/The Women's Story Circle er samvinnuverkefni Borgarbókasafnsins og WOMEN In Iceland, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi í skapandi umhverfi. Öllum konum er velkomið að taka þátt í Söguhringnum.


Íslandskortið er hannað fyrir fyrirtækið Kaffitár sem hafði samband við safnið til að fá listaverk gert af Söguhringnum til notkunar á kaffihúsum, kaffiumbúðum og annarri kynningu fyrirtækisins. 

Það má segja að þátttakendur hafi bókstaflega sett sín spor á íslenskt landslag – og sporin ratað víða um landið. Hugmyndin hefur meira að segja ratað út fyrir landsteinana og hafa nemendur við Aristóteles háskólann í Grikklandi gert kort í sama anda og Söguhrings kvenna.

The Map of Iceland

The Map of Iceland was painted 2013 by 35 women who have participated in the Women's Story Circle. They come from 18 countries and now live in Iceland. To make the panting they used the method of the indigenous people of Australia, which entails that many work together to create artworks. The painting shows a colorful map of Iceland with the personal symbol of the women who made it.

The exhibition also includes pictures where the authors of some of the symbols / illustrations explains the idea behind it.

Women's Story Circle is a collaborative project of the City Library and W.O.M.E.N - The Federation of Women of Foreign Origin in Iceland and has been in operation since 2008. The Story Circle is a forum for women to exchange stories, share their experiences and cultural world in a creative environment. All women are welcome to participate.

The Map of Iceland was designed for the company Kaffitár for use in cafés, coffee package and other promotional materials.