Opið samtal

Borgarbókasafnið býður í opið samtal um málefni tengd réttindum, aðgengi og þátttöku í samfélaginu.

Upplifa nýbakaðar mæður af erlendum uppruna öryggi? 
Hvernig er brugðist við rasisma í barnabókum? 
Hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir fólk sem er nýkomið til Íslands? 
Gera opinber rými ráð fyrir þér og þinni getu? 
Friðarstarf. Hvert er hlutverk bókasafnsins?

Dagskráin í heild býður upp á fjölbreytt og spennandi samtöl um stöðu okkar og skilning á samfélaginu sem við búum í. Ert þú með málefni sem þig langar að ræða á bókasafninu? 
Við hvetjum einstaklinga, félagasamtök og stofnanir til að hafa samband og opna samtalið. 

Hefur þú áhuga á næsta opna samtali?
13.09.2022 | Störf framtíðarinnar
18.10.2022 | Skapandi lausnaleit samfélags
27.10.2022 | Að stofna samtök
15.11.2022 | Nördaheimur á bókasafninu

Öll velkomin.

Frekari upplýsingar um vettvanginn Opið samtal:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is