Vettvangur samsköpunar

Vettvangur samsköpunar 

Á hvaða stöðum getum við eytt stundum saman og verið meðal fólks? Er munur á þessum stöðunum í þéttbýli og dreifbýli? Hvernig gæti skapandi aðferðafræði virkjað samfélagsrými svo fólk úr öllum áttum geti mæst?

Samfélög eru í stöðugri þróun og í hverju og einu þeirra er þörf á stað þar sem fólk mætist til að takast á við breytta tíma og breytinga í samsetningu samfélagsins. Hvar eru þessir staðir í dag? Hvernig þróum við færni okkar til að tengjast og verða hluti af samfélagi? 

Vettvangur samsköpunar er samstarfsverkefni bókasafna um allt land, þar sem farið er í hringferð um landið og mismunandi form samfélagsrýma rannsökuð.  Stoppað er á bókasöfnum, listasöfnum, menningarsetrum og aðsetrum listamanna í dreifbýli og þéttbýli. Á hverjum stað er viðburður eða vinnustofa þar sem skapandi aðferðafræði leggur grunninn að því að þróa færni til að tengjast og verða hluti af samfélagi.

Verkefnið auðveldar ólíkum þátttakendum að endurhugsa tengingar milli fólks og hvernig tengsl sem geta myndast á samfélagsstöðum eins og bókasafninu. Rannsóknin leitar leiða til að vinna gegn jaðarsetningu og efla borgaralega þátttöku þvert á samfélagið um landið allt.

 

Frumkvæði að verkefninu eiga Anna Wojtyńska (Háskóli Íslands), Dögg Sigmarsdóttir (Borgarbókasafnið) og Lara Hoffmann (Háskólinn á Akureyri), sem einnig fer með verkefnastjórnun. 

Samstarfsaðilar verkefnisins: Borgarbókasafn Reykjavíkur, Amtsbókasafn Akureyri, Bókasafn Héraðsbúa (Egilsstaðir), Bókasafn Húsavík, Bókasafn Ísafjörður, Héraðsbókasafn Rangæinga (Hvolsvöllur), Hversdagssafn (Ísafjörður), Westfjord Residency (Þingeyri), Blábankinn (Þingeyri), Sláturhúsið (Egilsstaðir)

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði og Byggðarannsóknasjóði.

Frekari upplýsingar
Lara Hoffmann
Verkefnastjóri og rannsakandi
laraw@unak.is  

Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri - Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is