Málþing | Vettvangur samsköpunar

Vettvangur samsköpunar

„Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir því að skapa upplifun sem tengir fólk við staði. Í nýjum borgum fylgi ég hljóðunum sem leiða að líflegum torgum og görðum. Það er á þessum stöðum sem maður lærir svo margt um einstaka hópa og samfélagið í heild sinni." 
Jesper Koefoed-Melson - Vida Local

Þátttakendur á málþingi

Samfélög eru í stöðugri þróun og í hverju og einu þeirra er þörf á stað þar sem fólk kemur saman til að takast á við breytta tíma og breytingar í samsetningu samfélagsins. Hvar eru þessir staðir í dag? Hvernig búum við til nýja staði sem vinna gegn jaðarsetningu innflytjenda og efla borgaralega þátttöku þvert á samfélagið.

Lokaviðburður verkefnisins Vettvangur samsköpunar lauk með málþingi á Borgarbókasafninu í Grófinni 16. nóvember 2023.

Lara Hoffmann og Anna Wojtyńska, nýdoktorar við Háskóla Íslands og rannsakendur og verkefnastjórar verkefnisins Vettvangur samsköpunar, kynntu fyrstu niðurstöður verkefnisins að lokinni hringferð um land allt þar sem skoðað var hvernig virkja mætti samfélagsrými í dreifbýli og þéttbýli.

Aija Burdikova frá Amtsbókasafninu á Akureyri, Elísa Elíasdóttir frá Héraðsbókasafni Rangæinga, Vaida Bražiūnaitė frá Hversdagssafninu á Ísafirði ásamt sagnaþulunni  Hönnuh Rós Sigurðardóttur Tobin miðluðu eigin reynslu af því að búa til samfélagsrými sesm tengir ólíka samfélagshópa í gegnum menningarstarf.

Í seinni hluta málþingsins kynnti Jesper Koefoed-Melson eigin nýstárlegar aðferðir sem hann hefur beitt til að lífga upp á umhverfi borga í 20 ár. Hann segir ákveðna kúnst fólgna í því að skapa aðlaðandi rými. Tengingar samfélagshópa og sameiginlegar upplifanir eru lykilþættir í allri vinnu Jespers sem snýr að umbreytingu samkomustaða og sjálfbærri borgarþróun. Jesper hefur skapað nýja fjölbreytta staði í borgarumhverfum í fleiri ár með samtökunum Vida Local og Kulturdistriktet á Østerbro og í Nordhavn. 

Líflegar umræður sköpuðust að loknum kynningum. Snéru þær að tengdum þáttum þess að búa til nýja staði: pólitík, skipulagsmálum, samfélgastengdum áskorunum eins og til dæmis aðgengi að auðmagni og möguleikum á að gera staði að sínum eigin.

Kynning á málþingi Þátttakendur á málþingi

Kynning á málþingi Kynning á málþingi Þátttakendur á málþingi