Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Spjall og umræður

Opnun | Vettvangur samsköpunar

Fimmtudagur 6. október 2022

Hvernig má virkja samfélagsrými? Er einhverjir staðir þar sem við getum gert eitthvað saman og verið meðal fólks? Samfélagsrými eru af ýmsu tagi, þau eru staðir þar sem við mælum okkur mót, mætumst og rekumst á fólk fyrir tilviljun. Er munur á þessum stöðunum í þéttbýli og dreifbýli? Hvernig gæti skapandi aðferðafræði virkjað samfélagsrými svo fólk úr öllum áttum geti mæst?

Við bjóðum á opnunarviðburð nýs verkefnis:
Vettvangur samsköpunar með Adam Świtała, Anna Valdís Kro og Patrycja Bączek.
Viðburðurinn var í streymi. 
Tengill á streymið birtist á viðburðinum á Facebook, upptakan er hér fyrir neðan:

 

Vettvangur samsköpunar er samstarfsverkefni þar sem farið er í hringferð um landið og  mismunandi form samfélagsrýma rannsökuð. Stoppað er á bókasöfnum, listasöfnum, menningarsetrum og aðsetrum listamanna í dreifbýli og þéttbýli. Á hverjum stað er viðburður eða vinnstofa þar sem skapandi aðferðafræði leggur grunninn að því að  þróa við færni okkar til að tengjast og verða hluti af samfélagi og opna það fleirum

Könnunarleiðangurinn hefst á Borgarbókasafninu þar sem verkefnið verður kynnt ásamt skapandi aðferðum sem vinna gegn jaðarsetningu. Viðstöddum er boðið að taka þátt í umræðu um skapandi leiðir til að efla borgaralega þátttöku meðal innflytjenda til jafns við aðra í samfélaginu. Adam Świtała, Anna Valdís Kro og Patrycja Bączek flytja erindi um eigin skapandi aðferðafræði sem þau hafa notast við til að auðvelda fólki að tengjast og tilheyra samfélaginu, eins og með tónlist, hreyfingu og myndlist.

Öll velkomin, þátttaka er ókeypis.
Viðburður á Facebook.

Um verkefnið
Frumkvæði að verkefninu eiga Anna Wojtyńska (Háskóli Íslands), Dögg Sigmarsdóttir (Borgarbókasafnið) og Lara Hoffmann (Háskólinn á Akureyri), sem einnig fer með verkefnastjórnun. 

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Borgarbókasafn Reykjavíkur, Amtsbókasafn Akureyri, Bókasafn Héraðsbúa (Egilsstaðir), Bókasafn Húsavík, Bókasafn Ísafjörður, Héraðsbókasafn Rangæinga (Hvolsvöllur), Hversdagssafn (Ísafjörður), Westfjord Residency (Þingeyri), Blábankinn (Þingeyri), Sláturhúsið (Egilsstaðir)

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði og Byggðarannsóknasjóði.


Frekari upplýsingar um verkefnið Vettvangur samsköpunar
Lara Hoffmann
Verkefnastjóri og rannsakandi
laraw@unak.is