GERÐUBERG KALLAR
Gerðuberg kallar er tilraunakennt verkefni þar sem bókasafnið þróast í átt að opnu rými allra og kannar ólíkar leiðir í samsköpun með notendum.
Verkefnið felur í sér samstarf við skapandi aðila sem þróa eigin verkefni innan starfsumhverfis bókasafnsins í Gerðubergi. Fyrst er kallað eftir verkefnahugmyndum og óháð valnefnd sér um að velja þá þátttakendur sem fá vinnuaðstöðu í Gerðubergi. Þátttakendum er greitt fyrir tímann sem varið er í verkefnaþróun og framkvæmd ásamt vinnustofum með starfsfólki. Markmiðið er að skapa samfélagsrými inn á bókasafninu sem er aðgengilegt fleirum og fjölbreyttari hópum og auðga menningardagskrá bókasafnsins.
Á síðastliðnum þremur árum höfum við átt í ánægjulegu samstarfi með eftirfarandi aðilum að verkefnum um að tilheyra, örugg rými og tengsl:
2021 | Lukas Bury með They have no pictures on the walls
2022 | Carolina Caspa & Hélène Onno með Tell me
2023 | Camila Rápalo and Elisabeth Nienhuis með Viskutjaldið / Every word was once a medicine
Gerðuberg kallar er eitt af samsköpunarverkefnum bókasafnsins þar sem notendur taka virkan þátt í að móta bæði innra starf safnsins og menningarviðburði á bókasafninu. Við fögnum skapandi hugmyndum og ef þú ert með eina og langar að nota vettvang bókasafnsins, þá hafðu endilega samband.
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.
Frekari upplýsingar
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri - Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is