carolina caspa and helene

Tell Me | Carolina Caspa & Hélène Onno

Carolina Caspa og Hélène Onno svöruðu kalli Gerðbergs og við hlökkum til að taka á móti þeim á safninu! Þær munu hefja skapandi samstarf við Borgarbókasafnið í byrjun árs 2022 og þróa verkefnið sitt Tell Me hjá okkur í Gerðubergi.

Verkefnið snýst um að deila sögum og sögnum. Carolina Caspa og Hélène Onno lýsa hugarsmíð sinni með eftirfarandi hætti:

„Við viljum skapa alþjóðlegt frásagna-samfélag sem samanstendur af listafólki, sögumönnum og áheyrendum á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn sem hafa áhuga á að segja sögur og miðla sögnum sem eru þeim mikilvægar og tengjast þeirra löndum, æsku eða varpa ljósi á hugmyndir þeirra og vægi þess að eiga heima einhvers staðar og því að tilheyra. Bæði með rituðum og munnlegum frásögnum, samtölum og umræðum viljum við skapa upplifun af því að tilheyra og grunn sem varpar ljósi á mynstur sem tengja okkur saman. Við viljum safna saman fjölbreyttum sögum á fjölmörgum tungumálum og komast að því hvaða sögur það eru sem skapa íslenskt samfélag eins og það er í dag.“

 

Frekari upplýsingar:                                                      

Martyna Daniel, sérfræðingur í fjölmenningu
Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is

Þriðjudagur 27. apríl 2021
Flokkur
Merki