Tell Me | Carolina Caspa & Hélène Onno
Carolina Caspa og Hélène Onno svöruðu kalli Gerðubergs og byrjuðu skapandi samstarf við Borgarbókasafnið í byrjun árs 2022. Þær munu þróa verkefnið sitt Tell Me hjá okkur í Gerðubergi og er samstarfið hluti af Gerðuberg calling. Carolina og Hélène eru að safna sögum sem tengja okkur í öllum okkar margbreytileika á hvaða tungumáli sem er.
Segðu okkur flökkusögu sem þú heyrðir í æsku, þjóðsögu, draugasögu, ævintýri frá þínum heimabæ, fjölskyldusögu eða dæmisögu úr þínu samfélagi. Okkur langar að heyra sögu sem lætur þér líða eins og þú sért heima hjá þér. Sögu sem gefur þér tilfinningu um að þú tilheyrir, leyfir þér að skynja samfélagið sem þú býrð í og þig langar að deila með öðru fólki.
Við viljum skapa frásagna-samfélag sem samanstendur af listafólki, sögumönnum og áheyrendum á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn sem hafa áhuga á að segja sögur og miðla sögnum sem eru þeim mikilvægar og tengjast þeirra löndum, æsku eða varpa ljósi á hugmyndir þeirra og vægi þess að eiga heima einhvers staðar og því að tilheyra. Bæði með rituðum og munnlegum frásögnum, samtölum og umræðum viljum við skapa upplifun af því að tilheyra og grunn sem varpar ljósi á mynstur sem tengja okkur saman. Við viljum safna saman fjölbreyttum sögum á fjölmörgum tungumálum og komast að því hvaða sögur það eru sem skapa íslenskt samfélag eins og það er í dag.
Carolina og Hélène kynna verkefnið við prentarann í Gerðubergi 16. febrúar.
Þær bjóða öllum að koma og deila með sér sögum sínum á bókasafninu:
Tell Me | Sögum safnað - Föstudagur 18. febrúar 2022
Tell Me | Sögum safnað - Mánudagur 21. febrúar 2022
Hægt er að senda inn sögu rafrænt til 7. mars 2022.
Sagan getur verði allt að 800 orð á blaði eða 4 mínútna upptaka.
Sendu söguna þína í rituðu formi eða sem hljóðupptöku til: tellme.gerdubergcalling@gmail.com eða með því að nota þennan link.
Frekari upplýsingar má einnig finna í þessu skjali
Finnst þér erfitt að byrja? Hvernig væri að notast við þetta upphaf:
Ég heyrði eitt sinn sögu, hún byrjaði svona…
Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.
Frekari upplýsingar:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is