GERÐUBERG CALLING

Borgarbókasafnið býður listafólki að vinna í menningarhúsinu Gerðubergi að eigin verkefni sem tengist hugmyndum um að tilheyra og öruggum rýmum. 

Verkefnið er tilraun í þróun bókasafnsins sem samfélagsrými og þátttökugátt. Við sækjumst eftir skapandi samtarfi til að auðga menningardagskránna og kynnast fjölbreyttari nálgunum, sem styðja við framtíðarsýn bókasafnsins sem almenningsrýmis allra.HUGSAÐU ÞÉR STAÐ...
þar sem allir eru velkomnir og það kostar ekkert inn. Stað þar sem þú getur verið – eins og þú ert og leitað athvarfs frá amstri dagsins. Í samtali við aðra, sem þú hefðir annars ekki hitt, fæðast hugmyndir og þú uppgötvar eitthvað nýtt. Á þessum stað er þér meira en velkomið að deila því sem þú hefur – hugmyndum, reynslu og hæfni. Þegar þú gengur út, finnst þér þú tilheyra einhverju stærra, vita og skilja aðeins meira. Þú býrð að upplifun á rými sem endurspeglar samfélagið okkar.
Bókasafnið getur verið þessi staður; samfélagsrými og þátttökugátt þar sem við deilum sögum, menningu og upplifun.

 

Upplýsingar fyrir umsækjendur má finna HÉR.

Verkefnið er styrkt af Bókasafnasjóði.


Frekari upplýsingar:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is