lukas bury

They have no pictures on the walls | Lukas Bury

Við hlökkum til að hefja skapandi samstarf við Lukas Bury í október 2021. Hann er fyrsti samstarfsaðili okkar í verkefninu Gerðuberg kallar. Mun Lukas sinna rannsóknarverkefni sínu They have no pictures on the walls í fjórar vikur í Gerðubergi.

 

Lukas Bury (f. 1991 í Bonn, Þýskalandi) er listamaður sem býr og starfar í Reykjavík og hefur pólskan og þýskan bakgrunn. Sögulegur skilningur og áhrifamáttur mynda og tákna á narratívur skapa stóran sess í verkum hans.

 

They have no pictues on the walls er listrænt rannsóknarverkefni sem beinir sjónum að samfélagi pólskra innflytjenda á Íslandi. Hluti af verkinu er ítarlegt mannfræðimiðað yfirlit um þennan samfélagshóp. Að lokum verður gefið út heimildarrit sem ætlað er að skapa sameiginlegan vettvangur til umræðna og samskipta þvert á hópa Íslendinga og innflytjenda. Ritið mun líta dagsins ljós á Borgarbókasafninu í Gerðubergi samfara opnun sýningar í Gallerý Rýmd.

 

Frekari upplýsingar:                                                      

Martyna Daniel, sérfræðingur í fjölmenningu
Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is

Þriðjudagur 27. apríl 2021
Flokkur
Merki