Kærleiksorðræða

Búum til ný íslensk orð!

Kærleiksorðræða er verkefni sem leggur áherslu á upplifun, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu. Öll þau sem koma að verkefninu eru hvött til að búa til ný íslensk orð. Eins og titill verkefnisins ber með sér er lögð áhersla á leik að orðum. Öllum nýju orðunum er safnað saman í nýstárlega orðabók sem er geymd á Borgarbókasafninu. Auk þess sköpum við vettvang til að ræða það sem er okkur kært – upplifun okkar af samskiptum.

author presenting a word

Kærleiksorðræða er verkfæri til að þróa opnara málsamfélag og virðingarfyllri samskipti. Verkefnið miðar alls ekki að því að hunsa eða gera lítið úr upplifunum af hatursorðræðu. Ljóst er að birtingarmyndir hatursorðræðu eru margar í okkar samfélagi og afleiðingarnar alvarlegar. Ein af afleiðingum hatursorðræðu er að fólk dragi sig út úr opinberri umræðu. Borgarbókasafnið vill skapa vettvang þar sem fjölbreyttir hópar fá tækifæri til að tjá sig um eigin reynslu með eigin hætti – þitt mál er mitt mál. Íslenskan er mál okkar allra rétt eins og baráttan gegn hatursorðræðu og fyrir meiri kærleik í samskiptum. Mörgum er ekki alltaf ljóst hvort þau beiti hatursorðræðu, en það ætti ekki vefjast fyrir neinum þegar talað er af kærleik. Hér verður til samansafn orða sem uxu í slíku umhverfi.

new words on post-its

Verkefnastjórn: Dögg Sigmarsdóttir og Martyna Daniel hjá Borgarbókasafninu
Samstarfsaðilar: Ós Pressan, R.E.C. Arts, Hvassaleitisskóli og Juan Camilo fjölmenningarfulltrúi Háskóla Íslands.
Ráðgjafar: Achola Otieno (Inclusive Iceland), Chanel Björk Sturludóttir (Mannflóran), Eiríkur Rögnvaldsson próf. emeritus í íslenskri málfræði og málsfarslegur aðgerðarsinni, og Miriam Petra Ómarsdóttir Awad sérfræðingur í baráttu gegn rasisma.

Hatursordræða og hunsun

Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og Sprotasjóði

Frekari upplýsingar veitir:
Dögg Sigmarsdóttir
Verkefnastjórn | Borgaraleg þátttaka
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is