two women presenting the love speech project

Kærleiksorðræða dreifist um allt

Í vor hóf nýtt verkefni, Kærleiksorðræða, göngu sína á Borgarbókasafninu sem þrátt fyrir ungan aldur hefur komið víða við. Kærleiksorðræða er verkefni sem leggur áherslu á upplifun, tilfinningalæsi og eignarhald á tungumálinu. Öll þau sem koma að verkefninu eru hvött til að búa til ný íslensk orð. Unnið var að mótun verkefnisins  í samráði við Achola Otieno (Inclusive Iceland), Chanel Björk Sturludóttur (Mannflóran), Eirík Rögnvaldsson próf. emeritus í íslenskri málfræði og málsfarslegan aðgerðarsinna og Miriam Petru Ómarsdóttur Awad sérfræðing í baráttu gegn rasisma. 
 
Í byrjun maí fór Kærleiksorðræðan inn í Hvassaleitisskóla. Vinnustofur með R.E.C. Arts og Juan Camilo voru haldnar með kennurum og nemendum 6. og 7. bekkjar sem léku sér með tungumálið og bjuggu til ný íslensk orð.  

REC Arts and Juan Camilo in the library

Á Fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar var fleiri orðum safnað með þátttakendum á þinginu og Kærleiksorðræða kynnt sem verkfæri til að berjast gegn hatursorðræðu.  

love speech installation with new words

Í lok maí var fyrsta opna vinnustofan á bókasafninu haldin með Mao Alheimsdóttur og Karolinu Rós um þróun nýrra orðatiltækja. Í júní var boðið upp á „opinn mæk“ með Samtökunum ´78 um hýryrði og nýyrði sem Mao stýrði.  

open mic at the library

Nú síðast var Kærleiksorðræða kynnt á lokadegi Listahátíðar Reykjavíkur 16. maí.  Pedro Gunnlaugur Garcia stýrði pallborðsumræðum þar sem verkefnastjórar Borgarbókasafnsins, Martyna Daniel og Dögg Sigmarsdóttir, ræddu ásamt Ágústu Þorbergsdóttur hjá Árnastofnun um nýyrði og orðsköpun í ljósi samfélagsbreytinga og sambands innflytjenda við íslenskuna. Þó svo að verkefnið sé ungt, má með sanni segja að Kærleiksorðræðan dreifist víða á fyrstu tveimur mánuðum þess.

3 women on a panel audience listening to a panel

Markmið Kærleiksorðræðu er að finna nýjar leiðir til að opna málsamfélagið og stuðla að virðingarfyllri samskiptum. Íslenskan er mál okkar allra rétt eins og baráttan gegn hatursorðræðu og fyrir meiri kærleik í samskiptum.  Vorum við svo lánsöm að hljóta styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála og Sprotasjóði til að halda í þessa vegferð og viljum við bjóða öllum að taka þátt í henni með okkur. Næstu opnu vinnustofur og upplestrarviðburðir verða á dagskrá í haust. 

Nánari upplýsingar veitir: 
Dögg Sigmarsdóttir 
Verkefnastjóri | Borgaraleg þátttaka 
dogg.sigmarsdóttir@reykjavik.is    

UppfærtMiðvikudagur, 3. júlí, 2024 09:48