Samfélagið og Þjóðleikhúsið
Þjóðleikhúsið opnaði dyr sínar fyrir Kærleiksorðræðunni 01. nóvember 2024. Þar hittu samstarfsaðilar bókasafnsins, Rebecca, Eva og Chaiwe úr sviðslistahópnum R.E.C. Arts og Juan Camilo fjölmenningarsérfræðingur, 6. og 7. bekk Hvassaleitisskóla.
Þáttagerðarfólk Samfélagsins á Rás 1 voru á staðnum og fönguð stemninguna sem varð til í spunaleikjum sem efla tilfinningalæsi, stuðla að meiri virðingu í samskiptum og sporna við hatursorðræðu.
Hlustið á hvernig Borgarbókasafnið tengir saman skapandi geirann við mennta- og menningarstofnanir til að efla Kærleiksorðræðuna á ólíkum sviðum lífsins í Samfélaginu á Rás1.