Kakó Lingua

Kakó Lingua í Borgarbókasafninu

Á Kakó Lingua viðburðum er lögð áhersla á fjölmenningarlegar samverustundir þvert á kynslóðir. Með því að nota sjónræna samsköpun og mismunandi tungumál í vinalegu og hvetjandi umhverfi, nýtum við færni hvers annars og tengjumst með því að hafa samskipti umfram tungumálið.

Viðburðirnir fara fram á Borgarbókasafninu Kringlunni, þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Síðast, en ekki alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum og notaleg tónlist á fóninum.


Dagskrá Kakó Lingua - Vor 2024 :
Sunnudagur 25.02 | Lýsum upp skammdegið með endurunnum kertastjökum!
Sunnudagur 17.03 | Einmana hanskaskrímsli
Sunnudagur 21.04 | Hvers konar fugl ert þú?
Sunnudagur 26.05 | Vinur minn ánamaðkurinn

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is