Smiðja í endursköpun | Poppaðu upp húfuna þína
Gerum húfurnar okkar enn flottari fyrir veturinn með allskonar fínu skrauti. Allt efni á staðnum en ekki gleyma húfunni!
í vinalegu og fjöltyngdu umhverfi. Komdu með húfuna þína og skreyttu hana með allskonar fínu sem við eigum til á bókasafninu.
Fólk á öllum aldri velkomið. Við tölum íslensku, ensku, frönsku, pólsku og spænsku en finnum alltaf leið til að eiga samskipti og hafa gaman á öllum tungumálum. Allt efni til að skreyta á staðnum en ekki gleyma húfunni!
Á Kakó Lingua viðburðum er lögð áhersla á fjölmenningarlegar samverustundir þvert á kynslóðir. Með því að nota sjónræna samsköpun og mismunandi tungumál í vinalegu og hvetjandi umhverfi, nýtum við færni hvers annars og tengjumst með því að hafa samskipti umfram tungumálið. Viðburðirnir fara fram á Borgarbókasafninu Kringlunni, þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Síðast, en ekki alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum og notaleg tónlist á fóninum.
Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is