collage of a house

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Liðnir viðburðir

Klippimyndasmiðja | Draumastaðurinn minn

Sunnudagur 17. september 2023

Skemmtileg og skapandi klippimyndasmiðja fyrir alla fjölskylduna! Við skoðum hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm, framtíðardrauma okkar og allt það sem lætur okkur fá fiðrildi í magann. Við munum klippa út myndir úr gömlum tímaritum, bókum og póstkortum og búa til okkar ímyndaða draumastað í vinalegu og fjöltyngdu umhverfi.

Við tölum íslensku, ensku, frönsku, pólsku, spænsku og dönsku en finnum leiðir til að eiga samskipti og hafa gaman á öllum tungumálum. Þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum.
Gestgjafinn okkar er sýningastjórinn og listakonan Emilie Dalum.

Emilie Dalum verður með okkur í þetta skiptið. Hún er sýningarstjóri og listakona af dönskum uppruna sem hefur búið á Íslandi í tíu ár. Hún blandar menningarlegum, persónulegum og ímynduðum viðfangsefnum í fjölbreyttri listsköpun sinni sem teygir sig yfir svið safnstjórnar, verkefnastjórnunar, ljósmyndunar, teikningar, ljóðlistar og innsetninga. Í verkum sínum skoðar hún tvígreiningu nútíðar og þátíðar og vinnur með skynjun, personal storytelling, sannleika, staðarsköpun og upplifun áhorfenda. Hún er stofnandi, safnvörður og verkefnastjóri sýninga „The Factory“ í Djúpuvík og „The Tub“ á Þyngeyri og er í stjórn „Sequences Real Time Art Festival. Verk hennar hafa verið sýnd á stofnunum og sýningarsölum á Íslandi.

Á Kakó Lingua viðburðum er lögð áhersla á fjölmenningarlegar samverustundir þvert á kynslóðir. Með því að nota sjónræna samsköpun og mismunandi tungumál í vinalegu og hvetjandi umhverfi, nýtum við færni hvers annars og tengjumst með því að hafa samskipti umfram tungumálið. Viðburðirnir fara fram á Borgarbókasafninu Kringlunni, þátttaka er ókeypis og allt efni á staðnum. Síðast, en ekki alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum og notaleg tónlist á fóninum.

Viðburðurinn á Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is