Fjöltyngd vettlingaskrímsli
Það var góð mæting á notalega síðdegisstund á borgarókasafninu í Kringlunni þar sem mörg tungumál voru töluð, meðal annars spænska, pólska, franska, enska og íslenska. Við hjálpuðumst að við að skreyta einmana vettlinga með gersemum og breyta þeim þannig í falleg vettlingaskrímsli, nýja vini sem fengu að koma með okkur heim.
Kakó Lingua viðburðir eru fyrir börn og fjölskyldur sem vilja brjóta tungumálamúrinn og skemmta sér saman í þægilegu umhverfi. Öll tungumál eru velkomin og við skemmtum okkur við að komast að sameiginlegum skilningi.
Viðburðirnir eru alltaf ókeypis og öll eru velkomin! Endilega kíkið á næsta Kakó Lingua!
Sjá aðra Kakó Lingua viðburði HÉR.
Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is