Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Kakó Lingua | Skordýr segja frá

Sunnudagur 14. maí 2023

Nú er að koma vor og þá vakna alls kyns skordýr úr dvala. Við bjóðum upp á pöddu-föndur innblásið af bókinni „Kva es þak?“ sem er einmitt skrifuð á skordýrsku.
Sverrir Norland, rithöfundur og þýðandi, verður með okkur, les úr bókinni og við búum til okkar eigin tungumálaskordýr!

Á Kakó Lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi.
Viðburðirnir eru allir á Borgarbókasafninu Kringlunni og þátttaka ókeypis.
Viðburðirnir eru fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt,en þau yngstu gætu þurft á hjálp fullorðinna að halda.
Seinast, en alls ekki síst, það er alltaf heitt kakó á boðstólnum.

Facebook

Frekari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Bækur og annað efni