Verkstæðið Úlfarsárdal

Hljóðver

Fullkomið upptökuhljóðver sem notendum býðst að nota til að taka upp tónlist, hentar fyrir hljómsveitir og sóló tónlistarfólk. Starfsmaður safnsins leiðbeinir og hefur umsjón með upptökum og notkun á hljóðverinu.  Eins verður boðið upp á fjölbreytt námskeið fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Hægt verður að bóka tíma á heimasíðu safnsins.

Tölvuver

Í tölvuverinu eru tölvuleikjatölvur þar sem hægt verður að spila vinsælustu tölvuleikina með vinunum eða í einrúmi. Boðið er upp á mynd- og hljóðvinnsluforrit sem notendur geta unnið í auk þess sem hægt er að vinna alla hefðbundna tölvuvinnu, prenta og skanna.

Einnig verður boðið upp á fjölbreytt námskeið og fiktdaga fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Smiðjan

Smiðjan er rými þar sem við bjóðum upp á minni námskeið, smiðjur og fræðsluerindi og notendur geta bókað til að læra saman eða halda fundi. Í Smiðjunni er vaskur og stór skjár og hægt er að stækka rýmið með því að opna fram í aðalrýmið eða inn í tölvuverið.

Hægt verður að bóka tíma á heimasíðu safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Haraldur Ernir Haraldsson, sérfræðingur
Hljóðver og tæknimál
haraldur.ernir.haraldsson@reykjavik.is