Barnadeild Spöng
Barnadeild Spöng

Barnadeildin í Spönginni

Barnadeildin í Borgarbókasafninu Spönginni hefur að geyma gott úrval af bókum, hljóðbókum, bíómyndum og tónlist fyrir yngri kynslóðirnar. Krakkarnir fá einnig að leika sér með fullt af tuskudýrum, spilum og púsluspilum, litum, leikfangabílum og fleira skemmtilegt dót. Við eigum kassa af alls kyns ungbarnadóti og þroskaleikföngum.

Fjölskyldur geta nýtt sér barnastóla og -borð og ungbarnamatarstólinn eftir þörfum og börnin geta kíkt inn í lítinn kofa sem er á staðnum. Á tyllidögum drögum við fram búningarekkann svo krakkarnir geti brugðið sér í allra kvikinda líki! 

Góð aðstaða til að skipta á yngstu börnunum er inni á snyrtingunni. Ekki má gleyma foreldrunum! Safnið hefur auðvitað einnig í boði bækur, blöð, tónlist og bíómyndir fyrir foreldra og svo er alltaf heitt á könnunni.

 

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 30. september, 2022 10:30