Barnadeildin í Úlfarsárdal

Í Úlfarsárdal er falleg og notaleg barnadeild þar sem öll börn eru velkomin. Fyrir yngstu börnin er skemmtilegast að leika og hitta jafnaldra á efri hæðinni en á neðri hæðinni finna eldri börnin eitthvað við sitt hæfi. Ungfó er á efri hæð í aðalrými safnsins. Ef ykkur finnst eitthvað vanta í safnkostinn, látið okkur þá endilega vita með því að senda okkur innkaupatillögu.

Á safninu er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fjölskyldur og safnkynningar fyrir hópa.

</