Skólaheimsóknir | Fyrir kennara

Langar þig að færa kennsluna út fyrir skólastofuna? 

Skapandi tækni á bókasafninu

Kennurum í tónlist og skapandi tækni er velkomið að nýta Tónlistar- og myndvinnsluverið á fimmtu hæð í Grófinni undir kennslu fyrir nemendur sína. Tilvalið fyrir þau sem langar að skoða nýja kennslumöguleika og breyta um umhverfi. Nánar um Tónlistar- og myndvinnsluverið hér. 

Kynningar fyrir kennara

Fyrir þau sem vilja vita meira, bjóðum við upp á stuttar kynningar á Tónlistar- og myndvinnsluverinu, þar sem við förum yfir þau forrit, tæki og tól sem í boði eru í rýminu.  

Notkun á rýminu er án endurgjalds og er í boði fyrir kennara og nemendur af öllum skólastigum. 

Sendu okkur fyrirspurn hér fyrir neðan eða á borgarbokasafn@borgarbokasafn.is.

 

Hvaða tæki og tól hefur þú áhuga á að nota? Fyrir hve marga viltu bóka? Ertu með einhverjar spurningar?