
Barnadeildin í Sólheimum
Hingað eru öll börn velkomin! Auk fjölbreyttra bóka sem hægt er að hella sér í, er hægt að fá lánuð ýmiss konar spil til að spila á staðnum eða fara með heim, bregða sér í alls konar búninga eða knúsa tuskudýrin. Litavagninn okkar er alltaf frammi og krakkar geta gengið í hann að vild.
Við erum með skiptiborð á gestasnyrtingunni og barnastól í boði fyrir þau yngstu.
Safnið býður bæði upp á sögustundir og safnkynningar fyrir hópa. Annan fimmtudag í mánuði höldum við hina vinsælu sögustund á náttfötum eftir lokun safnsins, sem gestum þykir yfirleitt ansi spennandi.
Safnið hefur einnig í boði bækur, blöð og bíómyndir fyrir alla aldurshópa og svo er alltaf heitt á könnunni.