Smiðjur | Skapandi tækni
Borgarbókasafnið býður upp á spennandi smiðjur fyrir börn og ungmenni, allan ársins hring. Fjölbreytt skemmtun fyrir öll áhugasvið, s.s. barmmerkjagerð, föndur, skapandi skrif, tónlistarforritun, laga- og textagerð, saumaskapur og allt þar á milli!
Smiðjurnar eru alltaf ókeypis og ekki þarf að eiga bókasafnskort til að mæta. Fylgist með því sem er í boði hér.
Ertu með hugmynd að smiðju?
Langar þig að læra eitthvað sem við höfum ekki ennþá boðið uppá? Sendu okkur hugmyndina þína!
Einnig er kennurum og öðrum með sérþekkingu á ákveðnu sviði skapandi greina eða tækni, t.d í tölvum, tónlist eða myndvinnslu, velkomið að hafa samband ef þau hafa áhuga á að halda smiðju á Borgarbókasafninu.