Sögustundir á söfnunum

 

Sögustundir á söfnunum

Það er fátt notalegra en að mæta á sögustund með litlu krílin okkar. Við bjóðum upp á allskonar sögustundir í söfnunum okkar þar sem sögumaðurinn hverju sinni setur sinn svip á viðburðinn. Það hefur til dæmis skapast skemmtileg hefð í Sólheimum þar sem allir mæta á náttfötunum með uppáhalds tuskudýrið undir hendinni, enda er sú sögustund rétt fyrir háttatímann. Við lesum alls konar skemmtilegar sögur, syngjum og bregðum á leik, allt eftir því hvað okkar skemmtilegu sögumenn láta sér detta í hug.

Sögustundirnar eru á ýmsum tungumálum og í boði á mismunandi vikudögum svo allir ættu að geta fundið stund við sitt hæfi. Öll börn eru hjartanlega velkomin og þau mega líka bjóða vinum sínum, foreldrum, ömmum og öfum með sér.

Langar þig að vera með sögustund á þínu tungumáli í einu af söfnunum okkar? Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú hefur áhuga.

Fylgjast má með dagskrá sögustunda hér á síðunni eða á Facebook síðunni okkar, allt eftir því sem ykkur hentar best.

Sögustundir á netinu

Ef þið eigið ekki heimangengt er lítið mál að velja sögustund hér á síðunni okkar en við höfum tekið upp alls konar sögustundir á síðustu misserum sem eru alltaf aðgengilegar.
Kynnið ykkur úrval sögustunda hér á síðunni okkar...

 

Nánari upplýsingar um sögustundirnar veitir:

Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411 6100