Sólskinsdag einn lendir bleikur geimbátur í garðinum hjá Áka og út stígur tvíhöfða furðuvera sem segist heita Bétveir. Þessi ærslafulla saga átti þátt í því að gera Sigrúnu Eldjárn að eftirlætisrithöfundi íslenskra barna og hér kemur hún loksins út að nýju með spánnýjum myndum. (Heimild: Bókatíðindi)