Sigrún Eldjárn
Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn 70 ára | Getraun

Hipp, hipp húrra fyrir Sigrúnu Eldjárn, rithöfundi og mynlistarkonu, sem í dag 3. maí, fagnar 70 ára afmæli sínu. Sigrún er fastagestur inni á mörgum heimilum landsmanna en hún hefur skrifað rúmlega 70 barnabækur síðan sú fyrsta, Allt í plati, kom út árið 1980. Meðal þekktra sögupersóna má nefna Kugg, Málfríði og mömmu hennar, Bjétvo, langafa og Teit
Sigrún hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna (og verið tilnefnd til enn fleirri), ekki aðeins fyrir ritverk sín heldur einnig fallegar og oft hnittnar myndlýsingar, í sínum eigin bókum og annarra. 

Um leið og við óskum Sigrúnu til hamingju með stórafmælið þökkum við fyrir ótal góðar sögustundir í gegnum áratugina. Hlökkum mikið til að halda áfram að lesa allar skemmtilegu skáldsögurnar, ljóðin og smásögurnar, aftur og aftur og aftur. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar af bókum Sigrúnar en mun fleiri er að finna í hillum bókasafnsins. 
 

Hversu vel þekkir þú bækur og sögupersónur Sigrúnar Eldjárn?
Skemmtileg getraun fyrir börn, foreldra, ömmur, afa, frænkur, frændur og öll hin líka, enda margar kynslóðir sem hafa átt notalegar samverustundir yfir verkum Sigrúnar.  

Materials