Sögustundir á náttfötunum

Verið velkomin með krílin í Sólheima

Mættu á náttfötunum með uppáhalds tuskudýrið þitt og hlustaðu á sögu í notalegu umhverfi.
Boðið verður upp á léttar og barnvænar veitingar.

Skapast hefur notaleg hefð í litla safninu okkar í Sólheimum. Sögustundir á náttfötunum eru alla jafna annan fimmtudag í mánuði á milli kl. 19 og 20.

Við tökum á móti eins mörgum og húsrúm leyfir en vegna mikilla vinsælda er nauðsynlegt að skrá sig í sögustundina. Á viðburðayfirlitinu okkar er hægt að haka við og velja viðburði fyrir börn og staðsetningu. Þegar þið hafið fundið dagsetningu sem hentar ykkur smellið þið á hlekkinn í viðburðinum til þess að skrá barnið ykkar.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, barnabókavörður
sigrun.jona.kristjansdottir@reykjavik.is