Bókasnakk | fræðsla að vori
Bókakynning fyrir 5.-7.bekk.
Að vori bjóðum við börnunum í 5. - 7. bekk í kynningu og spjöllum við þau um nýjar og áhugaverðar bækur. Börnin fá smá smakk á öllu því sem okkur finnst mest spennandi fyrir þau í þeim tilgangi ýfa upp lestrarhungrið fyrir sumarið. Í kjölfarið kynnum við sumarlestur safnsins og í lokin skoðum við saman barnadeild safnsins þar sem við sýnum þeim bækur og hjálpum þeim að finna eitthvað skemmtilegt að lesa.
Því miður verur ekki boðið upp á Bókasnakk í maí 2020 vegna fjöldatakmarkanna í söfnin vegna Covid-19.
Við hvetjum kennara allra skólastiga til að kynna sér hvað menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða og hafa heimsóknir á bókasafnið sem fastan lið í kennslunni. Söfnin eru sannkallaðir griðastaðir fyrir börn þar sem þau geta leitað eftir afþreyingu, hitt vini sína, unnið heimavinnuna eða tekið þátt í skapandi verkefnum.
Nánari upplýsingar um safnfræðsluna veita barnabókaverðir á hverjum stað.
Hægt er að senda fyrirspurnir á fraedsla@borgarbokasafn.is
Verkefnastjóri barnastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottasrsdottir@reykjavik.is