Dagskrá málþingsins

Móðurhlutverkið í brennidepli á málþingi í Gerðubergi

Móðurhlutverkið verður í brennidepli á málþingi sem haldið verður í Borgarbókasafninu Gerðubergi á miðvikudaginn 30. ágúst kl. 13:00 - 16:00.

Málþingið er haldið í tengslum við alþjóðlega verkefnið "Need to Connect" en markmið þess er að efla sjálfstraust og sjálfsvitund ungra mæðra.

Farið verður yfir niðurstöður verkefnisins og fulltrúar Borgarbókasafnsins, Memmm Play og Fjölskyldumiðstöðvarinnar kynna það sem fjölskyldum stendur til boða í Gerðubergi.

Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis

Sjá allar nánari upplýsingar HÉR hjá Einurð sem heldur utan um verkefnið.

Flokkur
UppfærtMánudagur, 28. ágúst, 2023 10:44