Útvarpsþátturinn Hvað ertu að lesa með Emblu Bachmann

Hvað ertu að lesa?

Í útvarpsþættinum Hvað ertu að lesa? fjallar þáttastjórnandinn og barnabókahöfundurinn Embla Bachmann um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar.

Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Við mælum með að hlusta á þættina til að fá innblástur að skemmtilegu lesefni. Hér fyrir neðan eru bækurnar sem fjallað er um í þáttunum.

Efst á listanum eru bækurnar úr fyrstu þáttunum sem Embla gerði með Karitas M. Bjarkadóttur og svo bætast við bækur úr nýjustu þáttunum.

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 19. nóvember, 2024 11:25
Materials