Bókasafnsráðgátan | Fræðsla að hausti

Bókasafnsráðgátan

Nemendur leysa ráðgátu og kynnast þannig safninu og þeim fjölbreytta safnkosti sem bókasöfnin í hverfinu þeirra hýsa. 

Við hvetjum kennara allra skólastiga til að kynna sér hvað menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða og hafa heimsóknir á bókasafnið sem fastan lið í kennslunni. Söfnin eru sannkallaðir griðastaðir fyrir börn þar sem þau geta leitað eftir afþreyingu, hitt vini sína, unnið heimavinnuna eða tekið þátt í skapandi verkefnum.

Nánari upplýsingar um safnfræðsluna veita barnabókaverðir á hverjum stað.

Opnað verður fyrir bókanir í byrjun skólaárs 2020.

Hægt er að senda fyrirspurnir á fraedsla@borgarbokasafn.is

Verkefnastjóri barnastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is 

Bókanir