Bókasafnsráðgátan | Fræðsla að hausti

Við bjóðum 4. bekkingum að koma og leysa ráðgátu og komast þannig að leyndardómum bókasafnsins. Með skemmtilegum ratleik læra börnin um uppbyggingu og þjónustu safnsins og hvaða ótal möguleika söfnin hafa upp á að bjóða. Hefð er fyrir því að Borgarbókasafn bjóði 4. bekkingum í sérstakar safnkynningar sem hafa það að leiðarljósi að börnin læri að umgangast safnið á eigin forsendum. 

Við hvetjum kennara allra skólastiga til að kynna sér hvað menningarhús Borgarbókasafnsins hafa upp á að bjóða og hafa heimsóknir á bókasafnið sem fastan lið í kennslunni. Söfnin eru sannkallaðir griðastaðir fyrir börn þar sem þau geta leitað eftir afþreyingu, hitt vini sína, unnið heimavinnuna eða tekið þátt í skapandi verkefnum.

Nánari upplýsingar um safnfræðsluna veita barnabókaverðir á hverjum stað.

 

Hægt er að senda fyrirspurnir á fraedsla@borgarbokasafn.is

Verkefnastjóri barnastarfs er Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is