Alþjóðlegur sýnileikadagur trans fólks 31. mars 2023

Sýnileikadagur trans fólks er dagur til að fagna trans fólki sérstaklega og vekja athygli  á trans baráttu um allan heim. Á sama tíma og trans fólk hefur aldrei verið sýnilegra og margt gott hefur gerst þegar kemur að opnari umræðu, meðvitund um líf trans fólks sem og almennri upplýsingagjöf þá er trans fólk að upplifa aukið mótlæti, fordóma, ofbeldi og hugarfarstregðu víða um heim í samfélags -og valdakerfum.

Gefum trans fólki pláss, ást og virðingu í dag sem alla daga. Til hamingju með alþjóðlegan sýnileikadag trans fólks.

Borgarbókasafnið býr yfir síauknum kynsegin bókakosti sem við mælum sannarlega með fyrir okkur öll. Hér er spennandi bókalisti: skáldskapur fyrir börn, ungmenni og fullorðna, reynslusögur, skapandi sannsögur, fræðsla, handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk, ljósmyndabók, ljóð, myndasaga, viðtöl, dagbækur o.fl. 

Kíkið á bókasafnið og nælið ykkur í bók um málefni transfólks!

 

Flokkur
UppfærtMánudagur, 3. apríl, 2023 11:26
Materials