Kompan – hljóðver

Kompan

Kompan er lítið hlaðvarpsstúdíó á annarri hæð í Grófinni. Smellið hér til að bóka!

Gestir bókasafnsins geta bókað Kompuna og nota upptökubúnað safnins fyrir hlaðvarpsupptökur þeim að kostnaðarlausu. 

Í bókunarforminu hér fyrir neðan má velja 1-4 klukkustundir og bóka tíma.

  • Gestum er frjálst að bóka allt að fjóra klukkutíma í senn í Kompunni mest tvisvar í viku
  • Gestir þurfa að hafa gilt bókasafnsskírteini hjá Borgarbókasafninu.
  • Kompan opnar á sama tíma og Grófarhús en lokar klukkutíma fyrir lokunartíma þess.

Tæknilegar upplýsingar

Í Kompunni býðst fólki að taka upp allt að fjórar rásir í senn, hver með sinn hljóðnema, og þar eru sæti fyrir fimm. Fjórir geta hlustað á upptökur og hljóðblöndun í einu. Fólki býðst einnig aðgangur að tölvu til eftirvinnslu með aðgengi að forritunum Audacity og Reaper, en kennsluleiðbeiningar á forritin eru aðgengilegar í rýminu. 

Í Kompunni er að finna:

  • Zoom H6 upptökutæki
  • Þrjá Shure SM58 hljóðnema og einn Electro-Voice RE320 hljóðnema
  • Tvenn heyrnartól
  • Pop-filter á hverjum hljóðnemastandi 

Borgarbókasafnið stendur sjálft fyrir framleiðslu á hlaðvarpsþáttum sem teknir eru upp í kompunni. Hlaðvarp Borgarbókasafnsins má finna í helstu hlaðvarpsöppum. 

Ef þú vilt spyrja frekar út í tækjabúnað eða fyrirkomulag, eða rabba um Kompuna almennt, skaltu senda okkur línu á hladvarp@borgarbokasafn.is. Allar bókanir fara fram í gegnum bókunarformið hér fyrir neðan.

Bóka tíma í Kompunni