Kompan | Hlaðvarpsstúdíó

Kompan

Kompan er lítið hlaðvarpsstúdíó á annarri hæð í Grófinni.

Ekki er hægt að bóka Kompuna sem stendur. 

Bókasöfnin opna aftur fyrir gestum þann 4. maí næstkomandi en enn er óljóst hvenær Kompan kemst í reglulega notkun aftur. Við munum tilkynna það hér á heimasíðu safnsins þegar þar að kemur.

Þú getur skráð netfangið þitt í formið neðar á þessari síðu, ef þú vilt fá tilkynningu í tölvupósti þegar hægt verður að bóka Kompuna á nýjan leik. 

Tæknilegar upplýsingar

Í Kompunni býðst fólki að taka upp allt að fjórar rásir í senn, hver með sinn hljóðnema, og þar eru sæti fyrir fimm. Fjórir geta hlustað á upptökur og hljóðblöndun í einu. Fólki býðst einnig aðgangur að tölvu til eftirvinnslu með aðgengi að forritunum Audacity og Reaper, en kennsluleiðbeiningar á forritin eru aðgengilegar í rýminu. 

Í Kompunni er að finna:

  • Zoom H6 upptökutæki
  • Þrjá Shure SM58 hljóðnema og einn Electro-Voice RE320 hljóðnema
  • Tvenn heyrnartól
  • Pop-filter á hverjum hljóðnemastandi 

Borgarbókasafnið stendur sjálft fyrir framleiðslu á hlaðvarpsþáttum sem teknir eru upp í kompunni. Hlaðvarp Borgarbókasafnsins má finna í helstu hlaðvarpsöppum. 

Ef þú vilt spyrja frekar út í tækjabúnað eða fyrirkomulag, eða rabba um Kompuna almennt, skaltu senda okkur línu á hladvarp@borgarbokasafn.is

Við látum þig vita!

Skráðu netfangið þitt hér fyrir neðan og við látum þig vita um leið og hægt verður að bóka Kompuna á nýjan leik.

Netföng sem send eru inn í gegnum þetta form verða vistuð á vefþjóni safnsins á meðan lokunin stendur yfir en ekki safnað saman eða skráð í önnur kerfi á vegum Borgarbókasafnsins. Skráningu netfanganna verður eytt um leið og tilkynning um áframhald þjónustunnar hefur verið send út.