Aðstaða og salaleiga

Notaleg og fjölbreytt aðstaða er fyrir gesti inni á bókasafninu þar sem hægt er að læra eða vinna bæði í einrúmi og í hópi. Jafnframt er gestum velkomið að koma sér fyrir á kaffihúsinu og lesa tímarit, dagblöð og bækur af safninu.

Aðstaða fyrir börn og ungt fólk er fjölbreytt og skemmtileg. Í OKinu er hægt að læra, skapa, fikta, eiga í samtali og einfaldlega hanga. Kennarar, frístunda- og félagsmiðstöðvastarfsmenn eru hvattir til að bóka OKið til eigin nota, bæði í kennslu og leik. Einnig geta ungmenni á eigin vegum bókað rýmið og fengið aðstoð við að láta drauma sína verða að veruleika. Á Verkstæðinu er lögð áhersla á fikt og sköpun fyrir yngri kynslóðina og eru ýmis spennandi tól á staðnum, s.s. þrívíddarprentari, barmmerkjavél, vínylskeri og saumavélar.

Ókeypis aðgengi er að tölvum auk þess sem hægt er að koma sér vel fyrir og lesa dagblöð, tímarit eða annað efni. Notendur geta fengið að ljósrita, prenta eða skanna gögn gegn vægu gjaldi. Kaffi er í boði inni á bókasafninu frá 8:30-10:00 og 15:30-18:00.


Þarftu pláss til að læra? Á safninu er allskonar aðstaða inn á milli hillnanna þar sem hægt er að læra í friði eða í hóp. Það má líka læra á kaffihúsinu sem er í miðju húsinu. 

Sýninga- og viðburðahald í Gerðubergi

Listamenn geta lagt inn umsókn um sýningarhald eða umsókn um viðburðahald á vefnum.  Sýningarteymi Borgarbókasafnsins fundar reglulega til að fara yfir og svara umsóknum sem berast. Sýningarteymið áskilur sér rétt til að leggja línur og móta sýningarhald Borgarbókasafnsins út frá áherslum í viðburðadagskrá á hverjum tíma og velur úr umsóknum í samræmi við þær. Sjá upplýsingar um aðstöðu til sýningarhalds í öllum söfnum.

Viltu bóka fundarherbergi eða sal hjá okkur? 

Í húsinu er góð aðstaða til að halda fundi, námskeið og ráðstefnur. Kaffihúsið Cocina Rodriguez býður upp á góðar veitingar og er frábær viðkomustaður jafnt fyrir íbúa og gesti sem eiga leið um Breiðholtið. 

Lilja Rut Jónsdóttir, deildarfulltrúi, annast bókanir í síma 411 6186 eða netfangi lilja.rut.jonsdottir@reykjavik.is.
Skrifstofan er opin virka daga kl. 12:00-17.00. 

Salir og fundarherbergi

BERG
Salurinn hentar mjög vel fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi, leiksýningar, tónleika og ýmis konar viðburðahald.

 • Stærð: 135 m2 | 80-100 manns við borð – „bíó“-uppstilling 120 manns
 • Tæknibúnaður: Tölva, skjávarpi, tjald, þráðlaust net, hljóð- og ljósakerfi
 • Virka daga, 1/2 dagur, kr. 27.700
 • Virka daga, heill dagur, kr. 43.900
 • Kvöld eða laugardagur, kr. 57.000

 

FELL
Salurinn hentar vel fyrir fyrir leikfimi, dans, leiklist og smiðjur.

 • Stærð: 69 m2 | (speglasalur) | 25 manns
 • Speglar á einum vegg, bluetooth hátalari, dýnur.
 • Virka daga, 1/2 dagur, kr. 9.900
 • Virka daga, heill dagur, kr. 15.600
 • Kvöld eða laugardagur, kr. 15.600

Fell

HÓLAR
Salurinn hentar vel fyrir námskeið og fundi.

 • Stærð: 20 m2 | 14 manns við langborð
 • Tæknibúnaður: Tölva, skjávarpi, tjald, þráðlaust net, stór skjár 65"
 • Virka daga, 1/2 dagur, kr. 19.600
 • Virka daga, heill dagur, kr. 26.300
 • Kvöld eða laugardagur, kr. 30.300

Fundarherbergið Hólar

SKÓGAR
Herbergið hentar vel til fundarhalds og hópavinnu.

 • Stærð: 19 m2 | 8 manns við hringborð
 • Tæknibúnaður: Skjávarpi, tjald og þráðlaust net, 55" skjár og airserver.
 • Virka daga, 1/2 dagur, kr. 9.800
 • Virka daga, heill dagur, kr. 15.600
 • Kvöld eða laugardagur, kr. 15.600

Skógar

 

Veitingar

Í húsinu er starfrækt kaffihúsið Cocina Rodrígues. Reksturinn er í höndum Evelyn Rodríguez og sér hún um veitingar fyrir viðskiptavini hússins.

Veitingapantanir og nánari upplýsingar:
Netfang: cocinakaffi111@gmail.com
S: 771 1479 / 411 6181

Sjá yfirlit yfir aðstöðu í menningarhúsum Borgarbókasafnsins.