Allskonar í boði

Auk þess að bjóða upp á fjölbreyttan safnkost og blómlegt viðburðahald, býður Borgarbókasafnið upp á alls kyns aðra þjónustu sem nýtist almenningi.  


BÆKUR OG LESTUR


BÓKIN HEIM | HEIMSENDING Á BÓKUM
Persónuleg og gjaldfrjáls þjónusta ætluð öldruðum og þeim sem eiga erfitt með að koma á söfnin. Starfsmaður velur sérstaklega lesefni eða tónlist innan áhugasviðs viðkomandi. Heimsendingar á átta vikna fresti.  

RAFBÓKASAFNIÐ | HLJÓÐBÆKUR, RAFBÆKUR OG TÍMARIT
Stafrænt bókasafn í síma og tölvu. Glæsilegt úrval hljóðbóka, rafbóka og tímarita aðgengilegt þeim sem eiga gilt bókasafnskort hjá Borgarbókasafninu og öðrum aðildarsöfnum. 

BÓKMENNTAVEFURINN | RITDÓMAR OG UMFJALLANIR
Á Bókmenntavefnum, sem Borgarbókasafnið heldur utan um, er að finna yfirgripsmikið safn af ritdómum og greinum um íslenskar bækur og höfunda. Vert er að fylgjast vel með vefnum og þeim skrifum sem sífellt bætast við.  

BÓKALISTAR FYRIR BÖRN OG UNGLINGA |  BÓKALISTAR FYRIR FULLORÐNA
Starfsfólk Borgarbókasafnsins lifir og hrærist í heimi bóka og er umhugað um að koma vönduðum og skemmtilegum bókum til skila til notenda safnsins. Á vefnum okkar eru margvíslegir bókalistar fyrir öll áhugasvið. 

LESHRINGIR, SPJALLHÓPAR OG HANNYRÐASTUNDIR
Finnst þér gaman að spjalla um bækur, vinna í höndunum eða jafnvel hvort tveggja?  Þér er velkomið að slást í hópinn eða stofna þinn eigin hóp á bókasafninu.


AÐGANGUR AÐ TÆKJUM OG RÝMUM

AÐSTAÐA OG TÆKI | HLJÓÐVER, HLAÐVARPSSTÚDÍÓ, TÖLVUR MEÐ SKAPANDI FORRITUM OG SAUMAVÉLAR
Ókeypis aðgengi að skapandi rýmum og vinnutólum. Best geymda leyndarmálið? Á söfnum okkar bíða þín rými, tæki og tól sem gera þér kleift að koma verkefnum í farveg og fá útrás fyrir sköpunargleðina. Kynntu þér allt sem er í boði fyrir þig.  

SAUMAVÉLAR, KÖKUFORM OG DVD TÆKI
Á Borgarbókasafninu Sólheimum er hægt að fá að láni saumavélar, kökuform og DVD tæki. Kynnið ykkur í málið! 

HRINGRÁSARSAFNIÐ | FÁÐU HLUTI AÐ LÁNI
Sjálfsafgreiðsluskápar í Gerðubergi, Grófinni, Kringlunni og Úlfarsárdal í samstarfi við Munasafnið RVK Tool Library. Hægt er að gerast meðlimur (ódýrara fyrir bókasafnskortshafa) og fá að láni hluti og verkfæri. 

RÝMI TIL LÁNS EÐA LEIGU | VINNUAÐSTAÐA, VIÐBURÐIR, FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR
Vantar þig pláss til að halda viðburð, fund eða ráðstefnu? Eða langar þig einfaldlega að setjast í lokað rými og sinna þínu? Skoðaðu hvað við höfum upp á að bjóða. 

RÝMI FYRIR HÖFUNDA | LANGAR ÞIG AÐ VERA MEÐ EIGIN BÓKMENNTAVIÐBURÐ?
Vantar þig stað til að lesa upp eða kynna nýju bókina þína? Kynntu þér Rými fyrir höfunda.

SÖGUHORNIÐ | VILT ÞÚ HALDA SÖGUSTUND Á ÞÍNU TUNGUMÁLI?
Þú velur sögurnar, tungumálið, bókasafnið og tímasetningu og býður þeim sem þú vilt að koma og eiga notalega stund saman á bókasafninu. 

PRENTUN, LJÓSRITUN OG SKÖNNUN
Þarftu að prenta út ritgerðina þína, skanna myndir eða ljósrita mikilvæg gögn? Kynntu þér þjónustuna hjá okkur!
 

MYNDLIST

ARTÓTEKIÐ | MYNDLIST TIL LEIGU EÐA EIGNAR
Í Artótekinu er til leigu eða sölu myndlist eftir meðlimi Sambands íslenskra myndlistarmanna. Markmiðið er að auka aðgengi að íslenskri samtímalist og gefa almenningi kost á að leigja eða eignast listaverk á hagkvæman hátt. 

SÝNINGARRÝMI | LANGAR ÞIG AÐ HALDA SÝNINGU?
Flest söfn Borgarbókasafnsins eru með rými fyrir minni og stærri sýningar af ýmsum toga. Sendu okkur línu og segðu okkur hvað þig langar að sýna.   


ANNAÐ

FRÍBÚÐ Í GERÐUBERGI
Í Fríbúðinni í Gerðubergi eru allir hlutir ókeypis. Þangað getur þú komið þegar þig vantar eitthvað eða þegar þú vilt gefa frá þér hluti sem þú þarft ekki lengur. Skilakassar fyrir batterí, raftæki, brotið leirtau, kertaafganga og ýmislegt fleira eru á staðnum.

FRÆSAFN BORGARBÓKASAFNSINS | ÓKEYPIS FRÆ TIL RÆKTUNAR
Fræ í hringrás. Fræsafnið er á mörgum söfnum Borgarbókasafnsins og þar er hægt er að fá ókeypis allskonar fræ til ræktunar. Fræsafnið tekur gjarnan við afgangs fræjum frá almenningi. 

SAMFÉLAGSMIÐLAR | FACEBOOK | INSTAGRAM
Vertu með okkur á samfélagsmiðlunum. Við viljum segja þér hvað við erum að gera og heyra þína rödd. 
Facebook
Instagram