Artótek

Leiga og sala á íslenskri myndlist

Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir myndlistamenn í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Markmiðið er að kynna íslenska samtímalist og gefa almenningi kost á að leigja eða eignast listaverk á aðgengilegan og hagkvæman hátt.

Artótekið er staðsett í Grófinni og eru verkin leigð og seld til almennings og fyrirtækja. Leiga eða greiðsla á mánuði er frá 2.000 kr. til 15.000  kr. og fer upphæðin eftir kaupverði listaverksins. Lánþegi getur hvenær sem er á leigutímanum keypt listaverkið og dregst þá frá verðinu áður greidd leiga. Hægt er að greiða listaverkin með mánaðarlegum greiðslum eða staðgreiðslu.

Á heimasíðu Artóteksins er hægt að skoða öll listaverk sem eru til útleigu hverju sinni og lesa um listamennina.

Sýningarhald

Í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er líflegt sýningarhald og þar sýna m.a. listamenn í Artótekinu. Ef þú vilt fylgjast vel með, kíkja á opnanir og fylgjast með því nýjasta í Artótekinu mælum við með að þú:

 

Nánari upplýsingar veita:

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, deildarbókavörður
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is
s. 411 6100

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir,
framkvæmdastjóri Sambands íslenskra myndlistarmanna
sim@sim.is