Gjafabréf | Bókasafnskort er gjöf sem gleður
Við bjóðum upp á gjafabréf fyrir bókasafnskort sem gildir í eitt ár á öllum söfnum Borgarbókasafnsins. Kortið veitir aðgang að fjölbreyttum safnkosti, blómlegu viðburðahaldi auk þess sem boðið er upp á alls kyns aðra þjónustu en þar má nefna Rafbókasafnið, Artótekið og ýmiskonar aðstöðu og tækjabúnað. Nánar um það sem er boði á söfnunum.
Gjafabréfin eru fáanleg í afgreiðslunni á öllum söfnum. Verð 3.060 kr.
Borgarbókasafninu er umhugað um umhverfið og við hvetjum öll að gera sitt í að minnka sótsporið, kaupa notað þegar hægt er, fá lánað, gefa áfram og endurnýta.