Umframopnun+
Á Borgarbókasafninu í Kringlunni og Sólheimum er notendum boðið upp á að nýta sér þjónustu safnanna utan hefðbundins þjónustutíma og án starfsfólks. Þessi þjónusta kallast Umframopnun+.
Hvenær er Umframopnun+ í boði?
Umframopnun+ Kringlunni Mán - fim: 8:00 - 10:00 & 18:30 - 22:00 |
Umframopnun+ Sólheimum Mán - fös: 18:00 - 22:00 |
Hvernig fæ ég aðgang?
Athugið að notendur þurfa að eiga bókasafnskort í gildi, virkt PIN númer og hafa náð 18 ára aldri.
Hvernig kemst ég inn?
Notendur með aðgang að Umframopnun+ skrá sig inn með kennitölu og PIN númeri. Börn mega koma með í fylgd fullorðinna. Mikilvægt er að aðrir notendur sem ekki eru með umframopnun+ fylgi skráðum notendum hvorki þegar þeir koma inn eða fara út. Ekki er heimilt að lána öðrum aðganginn.
Hvað er hægt að gera á Umframopnun+?
Skila og fá lánað ・ Sækja frátektir ・ Lesa blöð, bækur og tímarit ・ Læra ・ Spila borðspil ・ Fara í tölvu ・ Nýta þráðlaust net ・ Prenta út ・ Ljósrita・Skanna・Funda með öðrum sem einnig hafa aðgang・Slaka á
Nánari upplýsingar um Umframopnun+: