Rými fyrir höfunda á söfnunum okkar

Rithöfundar og skáld sem eru að gefa út bók og hafa áhuga á að standa fyrir kynningu á nýju verki og/eða eldri verkum sínum geta pantað rými á Borgarbókasafninu sér að kostnaðarlausu. Höfundum er frjálst að nýta rýmið eins og þeim hentar, til dæmis fyrir upplestur (jafnvel í samráði við aðra höfunda), útgáfuhóf og kynningar.

Hægt er að bóka rými með því að senda tölvupóst á halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is

Nánari upplýsingar og praktísk atriði:

Ef um bókakynningu er að ræða gæti verið gott að tveir til fjórir höfundar tækju sig saman (ekki fleiri en 6 í einu) að kynna verk sín og lesa upp. Höfundar sjá sjálfir um allt utanumhald, kynna dagskrá og verk sín, lesa upp, spjalla jafnvel saman sín á milli og við áhorfendur. 

Þjónusta á staðnum

Höfundar eru skipuleggjendur viðburðarins og að mestu leyti á eigin vegum. 

  • Safnið útvegar húsnæði, hljóðkerfi, hljóðnemastóla og glös ef þess er óskað.
  • Starfsmenn safnsins sjá um að stilla upp fyrir viðburðinn.
  • Ef höfundar koma með veitingar eða drykkjarföng er mikilvægt að slíkt sé fjarlægt þegar viðburðinum lýkur. 

Kynningarmál:

Borgarbókasafnið býður upp á að setja viðburðinn á vefsíðu safnsins, sé þess óskað, og þá birtist hann á viðburðayfirliti á heimasíðunni.  Höfundur getur útbúið viðburð á Facebook og ef um höfundarsíðu er að ræða getur Borgarbókasafnið verið co-host. Í öllu kynningarefni kemur fram að viðburðurinn er á vegum höfundanna sjálfra í Rými fyrir höfunda.

Sjálfstæð hóf og bókakynningar sem þessar eru ekki á vegum safnsins heldur hýsing fyrir höfunda sem hafa áhuga á að skipuleggja eigin viðburð. Borgarbókasafnið greiðir ekki fyrir upplestur og viðburði sem eru skipulagðir af öðrum. Í þessu tilfelli er framlag safnsins í formi húsnæðis, hljóðkerfis, kynninga og aðstöðu til framkvæmda. Starfsfólk safnsins skipuleggur fjölbreytta bókmenntadagskrá fyrir börn og fullorðna, á öllum átta söfnum borgarinnar og mun að sjálfsögðu halda því áfram. 

 

Nánari upplýsingar veita:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmenntaviðburða
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is | 411 6122

og Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115