Heimsókn frá Manitoba, mynd JoAnne Gullachsen

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar
Velkomin

Heimsókn frá Manitoba

Föstudagur 23. ágúst 2019 - Mánudagur 16. september 2019

Þrjár vesturíslenskar myndlistarkonur sækja okkur heim í sumar og sýna verk sín, þetta eru þær JoAnne Gullachsen og Mabel Sigurdson Tinguely sem báðar eru fæddar og uppaldar í Gimli, Manitoba og Inga Torfadóttir sem er fædd á Íslandi, en flutti með fjölskyldu sinni til Winnepeg í Kanada 1976.

Þær vinna í ólíka miðla: Mabel gerir klippimyndir og sækir efnivið sinn í náttúruna, hún á það til að fella ýmsa smáhluti sem verða á vegi hennar inn í verkin. JoAnne leitar í bernskuminningar sínar, en hún tilheyrir stórri fjölskyldu sem rak erilsamt kúabú nálægt Gimli. Inga er bæði grafíker og leirkerasmiður, auk þess að sinna eigin list heldur hún námskeið í aðferðum grafískrar myndlistar og leirkerasmíði. Allar hafa þær haldið einka- og samsýningar innan og utan Kanada og verk eftir þær eru í eigu ýmissa kanadískra menningarstofnana.

Verið öll velkomin á opnun sýningarinnar, föstudaginn 23. ágúst kl. 16!

Merki