Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Fræðsla

Nýtt ár - einfaldara líf | Kynning á KonMari

Fimmtudagur 12. febrúar 2026

Viltu einfalda lífið á nýja árinu og minnka stressið? Eru fataskáparnir fullir af fötum sem þú notar lítið? Finnst þér þú eiga allt of mikið dót? KonMari aðferðin getur hjálpað þér að gera breytingar.

Lísa Z. Valdimarsdóttir alþjóðlegur KonMari ráðgjafi og eigandi Skipulagsgleðinnar segir frá aðferðinni sem er nefnd eftir japanska tiltektargúrúnum Marie Kondo en aðferð hennar rutti sér til rúms fyrir nokkrum árum síðan.

Farið verður yfir grunnhugmyndina að baki aðferðinni þar sem gleðin er í fyrirrúmi. Rætt verður hvernig við getum nýtt aðferðina á heimilinu og lífinu og sýnt hvernig föt eru brotin saman með aðferðinni. Þau sem koma eru hvött til að koma með fatnað og læra fatabrotið.

Frítt inn og öll velkomin.

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir,

Tinna Birna Björnsdóttir | Viðburðir
tinna.birna.bjornsdottir@reykjavik.is