Fyrir kennara

Hefur þú áhuga á að halda vinnustofu eða námskeið hjá okkur?

Makerspaces

Almenningsbókasöfn víða um heim veita opinn aðgang að nútímatækni og tækjabúnaði. Þessi þjónusta gengur undir nafninu „makerspaces“ og vísar í opin sköpunarrými þar sem fólk er hvatt til að prófa sig áfram, skapa og uppgötva nýja hluti. Þannig stuðla bóksöfnin að auknu tæknilæsi með því að bjóða aðgengi barna og fullorðinna spennandi tækni og tækifærum. Einstaklingum er velkomið að koma á eigin vegum en einnig tökum við á móti skólahópum.

Brátt verður hægt að skrá bekk í skólakynningu á Tilraunaverkstæðið í Gerðubergi.

Hugmyndafræðin

Með Tilraunaverkstæðinu er unnið að því að efla læsi fólks á stafrænum miðlum, með því að skapa vettvang og aðstöðu til að kynna nýja tækni og hugmyndir sem leiða til þekkingaröflunar. Tæknilæsi og forritun eru óðum að verða lykilþættir í menntun barna og fullorðinna, auk þess sem hugmyndafræði nýsköpunar nýtist á öllum sviðum. Borgarbókasafnið stefnir að því að verða skapandi samverurými sem styður þekkingaröflun á fjölbreyttan hátt. 

Aðstaða fyrir námskeið og skólaheimsóknir

Við bjóðum reglulega upp á námskeið og smiðjur í Tilraunaverkstæðinu í Gerðubergi. Sömuleiðis höfum við fært búnaðinn tímabundið á milli safna til þess að geta haldið námskeið í öðrum menningarhúsum okkar. 

Kennarafræðsla

Við bendum á að samtökin Skema HR halda reglulega námskeið fyrir grunnskólakennara sem vilja auka þekkingu sína og nýta forritun í eigin starfi. Samtökin hafa þá hugsjón að öll börn skuli hafa greiðan aðgang að þeirri þekkingu sem forritun, tæknikunnátta og tæknilæsi felur í sér.

Sömuleiðis heldur Vísindasmiðja Háskóla Íslands ýmiskonar kennarasmiðjur og bendum við áhugasömum að kanna úrvalið þar.

Hafðu endilega samband!

Karl James Pestka
Verkefnastjóri Verkstæðanna
Netfang: karl.james.pestka@reykjavik.is