Rafknúnir ávextir
Rafknúnir ávextir

Tónlistartilraunaverkstæði í Grófinni

Tónlistartilraunaverkstæði verður opnað í menningarhúsinu í Grófinni von bráðar.

Borgarbókasafnið leitast við að vera leiðandi í að veita gestum opinn aðgang að nútímatækni og tækjabúnaði. Það gerum við með því að útbúa svokölluð „Makerspaces“ eða sköpunarrými, þar sem gestir fá aðgang að opnu rými til að prófa sig áfram, skapa og uppgötva nýja hluti. Á Tilraunaverkstæði Borgarbókasafnsins í Gerðubergi geta gestir, ungir sem aldnir, forritað og fiktað - til dæmis með makeymakey dóti, 3D prentara og vínylskera. 

Í Grófinni var settur saman rýnihópur með tónlistarmönnum ásamt ungmennum og börnum sem höfðu áhuga á að læra að búa til tónlist. Hópurinn gaf okkur fjöldann allan af góðum ráðum og aðstoðaði okkur við að móta stefnu fyrir verkstæðið. Við vonumst til þess að koma þessum hugmyndum í framkvæmd á næstunni. Við hvetjum alla áhugasama að fylgjast vel með!

 

Rýnihópur