Fjölskyldumorgnar | Krílastundir

Fjölskyldumorgnar eru notalegar stundir þar sem þeim sem eru með ung börn gefst tækifæri á að hittast, leika, lesa og syngja saman með ungviði sínu og skiptast á sögum um lífið, tilveruna og auðvitað börnin. Stundum er boðið upp á fræðsluerindi um börn og uppeldi en einnig á bókasafnið mikið af forvitnilegum og fræðandi bókum og tímaritum tengdu efninu sem hægt er að glugga í á staðnum eða fá lánað heim ef þú átt bókasafnskort.
Auðvitað er líka mikið úrval af barnabókum!

Stundirnar eru hugsaðar fyrir fjölskyldur með ungabörn og börn á leikskólaaldri.

Góð skiptiaðstaða er á öllum söfnunum og alltaf heitt á könnunni.

Fjölskyldumorgnarnir eru einu sinni í viku í GerðubergiÚlfarsárdal og Spönginni en tvisvar í viku í Grófinni. Hér fyrir neðan má lesa nánar um stundirnar.

Borgarbókasafnið er í samstarfi við opna leikskólann Memmm sem býður upp á fjölskyldumorgna í Gerðubergi og í völdum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Á Facebooksíðu Memmm er hægt að nálgast dagskrá þeirra.

 

Fjölskyldumorgnar | Krílastundir í Grófinni

Alla mánudaga og fimmtudaga kl. 10:30 – 11:30.
Á dagskrá árið um kring!

Notalegar samverstundir með yngstu börnunum þar sem við leikum, lesum og spjöllum saman. Klukkan 11 býður starfsmaður upp á söngstund fyrir börnin.

Á mánudögum kynnum við krílunum fyrir þessum gömlu og góðu; Fröken ReykjavíkBláu augun þínÉg veit þú kemur og annarri klassík. Óskalög velkomin en þó er ekki hægt að lofa þeim fyrr en í vikunni á eftir, gítarleikarinn gæti þurft að dusta rykið af gripunum.

Á fimmtudögum óma Krummi krunkar úti, Lagið um litinaAllir krakkar og fleiri skemmtileg leikskólalög um barnadeildina.

Staðsetning: 2.hæð - barnadeild

 

Fjölskyldumorgnar | Memmm í Gerðubergi

Alla miðvikudaga kl. 10:00 - 12:00.

Í samvinnu við Borgarbókasafnið býður Memmm upp á fjölskyldumorgna, opinn leikskóla Memmm Play

Staðsetning: Borgarbókasafnið, efri hæðinni Gerðubergi. 

 

 

 

 

 

Kríli að leika á bókasafninu í Spönginni

Fjölskyldumorgnar | Krílastundir í Spönginni

Alla þriðjudaga kl.10:00 - 11:00 

Notalegar samverustundir við leik, lestur og spjall. Einnig syngjum við saman öll skemmtilegu leikskólalöginn þegar andinn kemur yfir okkur, við gítarundirleik starfsmanns.

 

Nánari upplýsingar um fjölskyldumorgnana veitir: 
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir | verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is