Kakó Lingua

Á kakó lingua viðburðum kynnum við hvert annað fyrir nýjum tungumálum í gegnum einföld og skemmtileg verkefni í hvetjandi og notalegu umhverfi. Viðburðirnir eru allir staðsettir á Borgarbókasafninu í Kringlunni og þátttaka er ókeypis. Þessi viðburður er fyrir börn á öllum aldri sem langar að læra ný orð á skemmtilegan hátt, en þau yngstu gætu gætu þurft á hjálp frá foreldri að halda.

Seinast, en alls ekki síst, verður alltaf heitt kakó á boðstólnum.
 

Haustdagskrá 2021:

Laugardagur 03.07.2021 | Fjöltyngd klippiljóð með Francescu Cricelli
Laugardagur 24.07.2021 | Stafróf heimsins og origami með Momo Hayashi
Laugardagur 28.08.2021 | Tröllasögur með Maríu Valdeolivas
Sunnudagur 26.09 2021 | Fjölskyldutré tungumálanna
Sunnudagur 24.10 2021 | Fjöltyngd borðspil með Emblu Vigfúsdóttur
Sunnudagur 28.11 2021 | Tungumála-trúðafjör með Silly Suzy

 

Frekari upplýsingar veitir:

Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur í fjölmenningamálum
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is