Bókmenntalandslagið

Landslag upp úr bók

Viltu leggja upp í hringferð um landið í gegnum bókmenntirnar? Ráfa um ljóðheimana á götum Reykjavíkur? Sökkva þér í söguheim margra bestu rithöfunda þjóðarinnar? 

Á Borgarbókasafninu starfar mjög fjölhæft starfslið - við erum til dæmis lunkið kortagerðarfólk! Á Íslandskorti bókmenntanna má finna sögusvið eða áhrifasvæði þekktra íslenskra skáldsagna og barnabóka, en Ljóðakort Reykjavíkur veitir aftur á móti leiðsögn um ljóðheima borgarinnar. 

Hér má einnig nálgast upptökur og útgáfur frá liðnum Ritþingum sem haldin voru í Gerðubergi frá árinu 1999. Á Ritþingum hafa margir helstu rithöfundar og skáld þjóðarinnar setið fyrir svörum fróðra spyrla. Útgáfur á ritþingunum má því gjarnan nota sem vörður á leiðinni um íslenskt bókmenntalandslag. Mörg Ritþing eru einnig aðgengileg á Rafbókasafninu.

Góða ferð!